Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

6

SH hlaut ÍSÍ bikarinn

03.01.2025

 

Föstudaginn 27. desember sl. var ÍSÍ bikarinn afhentur á Íþróttahátíð Hafnarfjarðar, en hann er afhentur því félagi eða þeirri íþróttadeild sem skarar framúr í félagslegri uppbyggingu og íþróttalegum árangri.

Að þessu sinni var það Sundfélag Hafnarfjarðar sem hlaut ÍSÍ bikarinn en félagið átti flesta Íslandsmeistaratitla í sundi á árinu og vann til fjölda verðlauna auk þess sem það hefur staðið vel að uppbyggingu félagsins og fékk í desem ber endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ, mætti fyrir hönd ÍSÍ og afhenti, formanni og varaformanni SH, bikarinn.
Á myndinni má sjá Hrafnkel Marinósson, formann Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, Karl Georg Klein, formann SH, Fríðu Kristínu Jóhannesdóttur, varaformann SH og Þóreyju Eddu Elísdóttur, 1. varaforseta ÍSÍ við afhendinguna.

Mynd Guðni Gíslason/Fjarðarpóstinum.