Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

6

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar

03.01.2025

 

Hvatasjóðurinn er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) með stuðningi mennta- og barnamálaráðuneytis. Sjóðurinn tengist stofnun átta svæðisstöðva íþróttahéraða og markmiðum um eflingu íþróttastarfs á landsvísu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun, af tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Hverjir geta sótt um?
Í hvatasjóðinn geta sótt:
Íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ
Íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ
Sérsambönd ÍSÍ í samstarfi við Íþróttahéruð, félög eða deildir félaga.

Hvað styrkir sjóðurinn?
Hvatasjóðurinn veitir styrki til verkefna sem:
Auka útbreiðslu og  þátttöku barna í íþróttum
Efla þátttöku barna með fötlun
Efla þátttöku barna frá tekjulægri heimilum
Efla þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn

Hvað skal umsóknin innihalda?
Í umsókn skal meðal annars tilgreina:
Lýsingu á verkefninu og markmiðum þess
Rökstuðning fyrir áhrifum verkefnisins á viðkomandi svæði
Tíma- og verkáætlun
Fjárhagsáætlun verkefnisins

Hér er hægt að senda inn umsókn!

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 27. janúar klukkan 16:00.

Stuðlaðu að aukinni þátttöku allra barna í íþróttum – sæktu um í dag!

Hér má finna reglur sjóðsins!