Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

UMSS verður Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

23.12.2024

 

Ungmennasamband Skagafjarðar fékk endurnýjun viðurkenningar íþróttahéraðsins sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á hátíðarathöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki þar sem íþróttamaður ársins innan UMSS var valinn. Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti formanni UMSS, Gunnari Þór Gestssyni  viðurkenninguna. Þess má geta að íþróttamaður ársins hjá UMSS var valinn María Dögg Jóhannesdóttir, knattspyrnukona. Fyrri myndin er af þeim Viðari og Gunnari Þór með viðurkenninguna og seinni myndin af Gunnar Þór, Viðari og Thelmu Knútsdóttur, framkvæmdastjóri UMSS.

„Í allri starfsemi er nauðsynlegt að hafa leiðbeiningar og verkferla. Að uppfylla þetta í íþróttahreyfingunni er sérstök áskorun þar sem einstaklingar koma og fara. Það var því bæði þarft og gott þegar ÍSÍ setti af stað verkefnið um fyrirmyndarhérað og fyrirmyndarfélag. Við fengum í hendurnar verkfærakistu í starfið og með því að fara í gegnum ferlið til að verða fyrirmyndarhérað, varð til handbók fyrir starfið okkar sem ekki er háð einstaka stjórnarmönnum eða starfsmönnum. Það sýnir trúlega best, hvað þetta skiptir okkur máli, að við sóttum í að fá endurnýjun vottunar á starfinu okkar. Við viljum fagmennsku í sjálfboðaliðastarfi og vottunarferlið og aðstoðin frá ÍSÍ hjálpar okkur að komast þangað.“ sagði Gunnar Þór Gestsson formaður UMSS af þessu tilefni.  

Viltu vita meira um Fyrirmyndarhéruð ÍSÍ? Smelltu hér.

Myndir með frétt