Skil á umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga
04.12.2024
Vakin er athygli á því að opið er fyrir skil á umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga til miðnættis mánudaginn 13. janúar 2025. Ekki er tekið á móti umsóknum eftir að fresturinn rennur út.
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna keppnisferða í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót ársins 2024. Til úthlutunar að þessu sinni eru 123,9 milljónir króna. Fjárframlagið sem sjóðurinn úthlutar kemur úr Fjárlögum Alþingis og hefur sjóðurinn fengið árlegt fjárframlag frá ríkinu allt frá árinu 2007, þegar fyrst var úthlutað úr sjóðnum.
Almennar upplýsingar varðandi sjóðinn.
Umsjónarmaður sjóðsins á skrifstofu ÍSÍ er Jón Reynir Reynisson, netfang jon@isi.is eða sími 514 4000.