Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

40 ára frá Ólympíuleikunum í Los Angeles og Sarajevó árið 1984

25.11.2024

 

Stjórn Samtaka íslenskra Ólympíufara (SÍÓ) stóð fyrir afmælishófi þann 20. nóvember sem haldið var í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá þátttöku Íslendinga á Sumar- og Vetrarólympíuleikum í Los Angeles 1984 og Sarajevó 1984. Um sjötíu manns mættu en öllum Ólympíuförum, það er keppendum, þjálfurum og fararstjórum, var boðið til afmælishófsins sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 

Í hófinu kynnti Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, nýja afreksíþróttastefnu og þau markmið sem sett hafa verið fyrir næstu Ólympíuleika, Vetrarólympíuleika sem verða í Milano á Ítalíu árið 2026 og Sumarólympíuleika sem verða í Los Angeles árið 2028. Halla Tómasdóttir forseti Íslands heiðraði samkomuna með nærveru sinni og ávarpaði líka gesti sem og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, sagnfræðingur og íþróttafréttamaður, en hann kynnti bók sína, sem kom út í sumar, um þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum 1948.

Að lokum fluttu Jón Hjaltalín Magnússon, formaður SÍÓ, og Guðmundur F. Jóhannsson stutt ávörp og sýndu myndir frá leikunum sem þeir tóku þátt í.

 

Myndir með frétt