Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Íþróttamannanefnd ÍSÍ stóð fyrir fyrirlestri um gervigreind

05.11.2024

 

Á mánudag, 4. nóvember, hélt Íþróttamannanefnd ÍSÍ fyrirlesturinn Hvernig getur gervigreind nýst afreksfólki í íþróttum? Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur en rúmlega 60 manns mættu í Íþróttamiðstöðina til að hlýða á erindin. Einnig var boðið upp á streymi fyrir þá sem ekki komust á staðinn. Fyrir áhugasama er hægt að horfa á upptökuna hér.

Á fyrirlestrinum fór Magnús Smári Smárason, gervigreindarsérfræðingur og íþróttaunnandi, yfir ýmis grundvallaratriði varðandi gervigreind og tók dæmi um það hvernig íþróttafólk og þjálfarar gætu notað hana til að einfaldað sér daglegt líf. Þá fór hann einnig yfir það hvað þurfi að varast þegar gervigreindin er notuð. Mörg fjölbreytt tækifæri eru í boði með gervigreind í íþróttum og líklegt er að margir hafi séð þessa tækni notaða í íþróttum á síðustu árum. Má þar nefna myndavélar sem greina íþróttafólk í keppni og sem klippa niður leiki til greiningar.  

Kári Gunnarsson, Íslandsmeistari í badminton og einn af stofnendum Clutch, tók einnig til máls og fjallaði um sína reynslu af því að hanna gervigreind og myndgreiningu fyrir spaðaíþróttir. Clutch er einmitt að skapa myndavélar sem eru orðnar ansi aðgengilegar og geta klippt niður leiki og greint þá.

Það má segja að það séu mjög spennandi tímar framundan og verður áhugavert að sjá hvað tekur við á næstu árum. Íþróttamannanefnd ÍSÍ þakkar öllum þeim sem komu að fyrirlestrinum og mættu. 

Mynd/Þórarinn Alvar Þórarinsson.