Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Nýtt fræðsluefni: Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi

30.10.2024

 

Á mánudag, 27. október, héldu Samtökin '78 kynningu á fræðsluefninu Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi í Íþróttamiðstöðinni á Engjavegi. Það var Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78, sem stýrði fundinum en Sveinn Sampsted sem kynnti hið nýja fræðsluefni. Sveinn starfar nú sem einn af fulltrúum svæðisstöðva íþróttahéraðanna en var áður í starfi fræðara hjá Samtökunum '78 þegar vinna að þessu verkefni hófst og hefur því unnið að því frá upphafi. 

Kynntir voru þrír bæklingar, sem allir héldu leiðbeiningar til þeirra sem bera ábyrgð á íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, en hver bæklingur hafði sitt sérkenni og ítarlegar leiðbeiningar:

  Stöðvum fordóma og mismunun
  Sýnilegur stuðningur
  Aðstaða og mót

Samhliða bæklingunum voru kynnt tvö plaköt. Annað plakatið, Fordómabyggingin, sýndi það hvernig fordómar leiða með stigvaxandi hætti til ofbeldis en hitt plakatið, Vítahringur fordóma í íþróttum, tekur til aðstæðna sem geta leitt til brottfalls hinsegin barna og ungmenna úr skipulögðu starfi. Fræðsluefnið er afrakstur verkefnis sem Samtökin '78 unnu að fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið og er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. 

Bent er á Samtökin '78 til að fá nánari upplýsingar eða til að nálgast fræðsluefnið og plakötin.
Kynningunni var streymt og má sjá upptöku hér.

Myndir/Jón Aðalsteinn.

 

Myndir með frétt