Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Heimsókn frá Bandaríkjunum

30.10.2024

 

Í síðustu viku kom hingað til lands hópur fólks frá Washington-ríki í Bandaríkjunum en þau tilheyra ættbálkum frumbyggja í Washington. Lá áhugi þeirra m.a. í því að kynna sér vel íslenska forvarnarmódelið, sem reynst hefur vel í því að draga úr vímuefnaneyslu ungmenna hér á landi síðustu 20 árin. Hópurinn kynnti sér einnig samspil fjölskyldu, skóla og stjórnvalda og aðgerðir til að hvetja til heilbrigðari lífsstíls.
 
Hópurinn heimsótti sveitarfélög og opinbera aðila á Íslandi og fengu svo að auki fræðslu um skipulag íþróttamála, frístundastyrkinn og fleira tengt íþróttaiðkun og heilbrigðum lífstíl frá Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Ragnhildi Skúladóttur, sviðsstjóra Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.
 
Þau komu hingað til lands vegna samstarfs við Planet Youth, sem mun vinna með hópnum og öðrum fimm ættbálkum í því að stilla upp svipuðu módeli og því íslenska, sem þau kalla forvarnarmódel Washington. Þetta er í annað sinn sem hópurinn kemur í formlega heimsókn til Íslands til að kynna sér þessi mál.

Myndir/Jón Aðalsteinn.

Myndir með frétt