Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Ísland með fimm verðlaun á Norðurlandamóti í ólympískum lyftingum

22.10.2024

 


Norðurlandamót í ólympískum lyftingum fór fram um liðna helgi í Runavík í Færeyjum. Níu íslenskir keppendur mættu til leiks í Færeyjum en einn forfallaðist vegna veðurs en erfiðlega gekk að komast til Færeyja á mótið.

Íslendingarnir stóðu sig vel og uppskáru eitt gull og fjögur bronsverðlaun. 

Eygló Fanndal Sturludóttir sigraði í -71kg flokkinn með 104kg snörun og 130kg jafnhendingu. Hún var jafnframt valin besta lyftingakonan mótsins. Guðný Björk Stefánsdóttir tryggði sér þriðja sætið í sama flokki, með 96kg snörun og 110kg jafnhendingu. 

Katla Björk Ketilsdóttir hafnaði í þriðja sæti í -64kg flokki og snaraði hún 86kg og jafnhenti 98kg. 

Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í þriðja sæti í -59kg flokki þegar húns snaraði 77kg og jafnhenti 104kg.

Þórbergur Ernir Hlynsson, sem var að keppa í fyrsta skipti í flokki fullorðinna, lenti í þriðja sæti í -96kg flokki. Hann snaraði 132kg og jafnhenti 162kg. 

ÍSÍ óskar keppendum, þjálfurum og öðrum í teymi íslenska liðsins til hamingju með árangurinn!

Myndir/María Rún Þorsteinsdóttir

Myndir með frétt