Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
19

Ráðherra á fundi starfsfólks svæðisstöðva

18.10.2024

 

Föstudaginn 11. október hittist starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraða á fundi á Hótel Varmalandi í Borgarfirði, í tengslum við sambandsstjórnarfund UMFÍ. Á fundinn mættu einnig fleiri úr starfsliði bæði ÍSÍ og UMFÍ, meðal annars framkvæmdastjórar beggja samtaka.
Svæðisstöðvarnar eru átta talsins um allt land og eru tvö stöðugildi á hverjum stað. Búið er að ráða í allar stöður og er starfsemi stöðvanna hafin.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra mætti á fundinn og átti gott samtal við starfsfólkið. Ráðherra er ötull talsmaður verkefnisins sem tengist náið þeim markmiðum sem fram koma í lögum um farsæld barna, íþróttalögum, íþróttastefnu ríkisins og byggðaáætlun. 
Á fundinum kom fram að ráðherra bindur miklar vonir við að þetta verkefni muni efla og styðja við íþróttastarf á landvísu. 
Megin markmið svæðisstöðvanna er að efla íþróttastarf og auka þátttöku allra barna og ungmenna með áherslu á þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 

Meðfylgjandi mynd er af ráðherra og þátttakendum fundarins.