Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Íþróttir fyrir öll börn

17.10.2024

 

Íþróttir eru ein vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi og eru margar ólíkar íþróttagreinar í boði svo öll börn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi 

Á Íþróttaþingi árið 1996 var samþykkt stefna í íþróttum barna og unglinga og frá þeim tíma hafa töluverðar breytingar verið gerðar í íþróttaumhverfi barna.

  • Sérsambönd hafa aðlagað og einfaldað keppnisfyrirkomulag,
  • leikmönnum fækkað í liðum,
  • mörk minnkuð og
  • dregið verulega úr mikilvægi úrslita með því að tilkynna síður úrslit í yngstu aldurshópunum.

Samhliða breytingunum jókst þátttaka verulega, fjölbreytni varð meiri og börn hafa byrjað fyrr að stunda íþróttir með íþróttafélögum en áður. Þátttaka foreldra í íþróttum barna hefur einnig aukist og væri íþróttastarfið í þeirri mynd sem það er í dag nær ómögulegt án aðkomu þeirra. Menntun þjálfara hefur líka aukist og aðstaða til íþróttaiðkunar stórbatnað.

Barna- og unglingastefnunni til stuðnings voru Íþróttaboðorðin 10 mörkuð. ÍSÍ hvetur félög, foreldra, leikmenn sem aðra til að halda Íþróttaboðorðunum á lofti við hvert íþróttatilefni. Góð saga er aldrei of oft kveðin!

Hér má sjá stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga.