Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Fullt hús á fyrirlestri um næringu íþróttafólks á Akureyri

08.10.2024

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA), Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri (HA) hafa verið í samstarfi undanfarin ár varðandi fræðslu í tengslum við íþróttamál á Akureyri. Mánudaginn 7. október síðastliðinn bauð samstarfshópurinn upp á ókeypis fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi næringar fyrir heilsu og árangur íþróttafólks og var það Birna Varðardóttir sem var fyrirlesari en Birna er í doktorsnámi, með BS í næringarfræði og MS gráðu í íþróttanæringarfræði og hreyfivísindum. 

Fyrirlesturinn var tvískiptur, annars vegar fyrir íþróttaiðkendur, 13 ára og eldri og hins vegar fyrir foreldra.  Um 200 iðkendur mættu á fyrirlesturinn og um 140 foreldrar sem er frábær mæting og undirstrikar vilja og áhuga iðkenda og foreldra til að hafa sem mesta þekkingu í þessum efnum enda um að ræða afar mikilvægan þátt í allri íþróttaiðkun.

 

Myndir með frétt