Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Norrænn fundur um þjálfaramenntun haldinn á Íslandi

07.10.2024

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) var gestgjafi á tveggja daga norrænum vinnufundi um þjálfaramenntun sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 1. og 2. október síðastliðinn.  Norðurlöndin eru í samstarfi í þessum efnum og hafa verið um alllanga hríð eða allt frá árinu 2009.  Vinnufundir sem þessir eru haldnir á tveggja ára fresti og skiptast þjóðirnar á að vera gestgjafar. Þess á milli vinna þjóðirnar saman að þjálfaramenntun og þróun hennar á ýmsan hátt s.s. með fundum á Teams. 

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði fundarmenn við upphaf fundar og fjöldi athyglisverðra fyrirlestra voru svo fluttir báða dagana auk umræðna og fyrirspurna þess á milli. Fyrirlesarar voru Vésteinn Hafsteinsson, Daði Rafnsson, Snorri Örn Arnaldsson auk fulltrúa úr samstarfshópnum.  Mikil umræða skapaðist um það sem kalla mætti „Norrænu leiðina“ í þessum efnum þar sem fundarmenn voru sammála um að ansi margt væri sameiginlegt þjóðunum hvað varðar áherslur í menntun þjálfara og þróun hennar.  Segja má að fyrsta skrefið í átt að einhverju sameiginlegu í þessum fræðum hafi verið stigið á þessum fundi enda samþykkt að halda áfram þeirri vinnu næstu misserin.  Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á Stjórnsýslusviðið ÍSÍ og verkefnastjóri með Þjálfaramenntun ÍSÍ, og Þórarinn Alvar Þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og Almenningsíþróttasviði ÍSÍ, voru fulltrúar ÍSÍ á fundinum en auk þess sátu fundinn fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum.

Myndir/Viðar Sigurjónsson

 

Myndir með frétt