Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Hvernig getur gervigreind nýst afreksfólki í íþróttum?

04.10.2024

 

Þann 4. nóvember næstkomandi stendur Íþróttamannanefnd ÍSÍ fyrir námskeiði um gervigreind og hvernig hún getur nýst afreksfólki í sinni íþrótt.

Skráning fer fram hér en skráningu lýkur 1. nóvember.


Magnús Smári Smárason mun sjá um námskeiðið en hann er fjölhæfur sérfræðingur með bakgrunn í neyðar- og viðbragðsþjónustu, lögfræði og gervigreind. Sem virkur íþróttamaður frá barnæsku hefur hann stundað fjölbreyttar íþróttir og þjálfað bæði börn og fullorðna. Magnús hefur yfirgripsmikla þekkingu á íþróttamálum, allt frá stjórnarstörfum íþróttafélaga, mótahaldi til daglegra æfinga og stjórnsýslu hjá sveitarfélögum og ríki. Magnús Smári er pistlahöfundur hjá Akureyri.net og heldur úti vefsíðunni www.smarason.is þar sem hann deilir tilraunum og pælingum um gervigreind.

Farið verður yfir praktíska notkun á ChatGPT og svipuðum verkfærum. Markmið námskeiðsins er að reyna að kynna fyrir íþróttafólki hvað gervigreind er og hvað hún getur gert og getur ekki gert. Dæmi um hluti sem hún gæti hjálpað íþróttafólki með væri til dæmis:
Umsóknargerð fyrir ýmiskonar styrki og úthlutanir
Gerð efnis fyrir samfélagsmiðla
Greining á allskonar tölfræði
Hjálpað við að halda utan um næringu, svefn og andlega heilsu.

Námskeiðið verður haldið í Laugardalshöll í sal 1 (gengið inn um inngang A) frá klukkan 16-19. Í boði verða veitingar og drykkir fyrir skráða þátttakendur.