Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Verkefninu Göngum í skólann 2024 formlega lokið

03.10.2024

 

Þá er verkefninu Göngum í skólann formlega lokið í ár. Að þessu sinni tóku 77 grunnskólar á Íslandi þátt og er virkilega ánægjulegt að sjá hvað skólastjórnendur hafa tekið Göngum í skólann verkefninu vel. Árlega taka milljónir barna þátt, frá yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heiminn, í verkefninu Göngum í skólann. Nánar um verkefnið hér.

Markmið verkefnisins er margþætt:
að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla með því að fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og
að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann.

Einnig að:
stuðla að heilbrigðum lífsstíll, 
draga úr umferð við skóla og þar með úr umferðarþunganum sem myndast, 
draga úr mengun og 
draga úr hraðakstri nálægt skólum, ásamt því að
stuðla að vitundarvakningu um virkan ferðamáta og 
minna á umhverfismál.

Það er því mikill ávinningur fyrir alla og lærdómur sem hlýst af því að taka þátt í Göngum í skólann. Að auki munu þrír þátttökuskólar verða dregnir út í dag, fimmtudaginn 3. október, og fá þeir hver um sig 150.000 kr. gjafabréf hjá Altis, íþróttaverslun í Hafnarfirði, sem selur vörur til að nota á skólalóðinni eða í íþróttasalnum. Starfsmenn Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) munu hafa samband við þá skóla sem verða dregnir út en einnig verða nöfn skólanna birt á heimasíðu verkefnisins á morgun, föstudaginn 4. október.  

Hér má sjá fleiri myndir.

ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt í verkefninu fyrir þátttökuna og hvetur alla til að halda áfram að ganga til og frá heimili sínu í haust og vetur þrátt fyrir að verkefninu sé lokið í bili.

 

Myndir með frétt