Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

ÍSÍ tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna

25.09.2024

 

Árið 2024 eru níu ár liðin frá því að 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, settu sér sameiginleg markmið, alls 17 heimsmarkmið um betri heim, sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni meðal annars að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt.

Í dag tekur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna ásamt hundruðum fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga á heimsvísu. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.


ÍSÍ hvetur öll til að taka þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna og hvort sem það er með því að flagga á hefðbundinn hátt eða með því að flagga á samfélagsmiðlum og minna þannig á mikilvægi þessarar heimsmarkmiða. Með samstilltu átaki getum við náð hraðari árangri og stuðlað að betri heimi fyrir öll.

#TogetherForTheSDGs
#GlobalGoals #SDGs @UN Global Compact á Íslandi