500 dagar í Vetrarólympíuleikana í MilanoCortina 2026
Í dag, 24. september, eru 500 dagar í næstu Ólympíuleika, en það verða Vetrarólympíuleikar sem haldnir verða í Mílano og Cortinu á Ítalíu 2026. Þeir hefjast 6. febrúar og standa til 22. febrúar 2026 og munu svo Paralympics hefjast 6. mars og standa til 15. mars 2026. Í Mílanó mun setningarhátíð leikanna fara fram og í Veróna fer lokahátiðin fram.
Undirbúningur fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn, bæði hérlendis sem og á Ítalíu en frekari upplýsingar má finna á heimasíðu MilanoCortina2026 sem og samfélagsmiðlum leikanna.
Facebook: MilanoCortina2026
Instagram: MilanoCortina2026
Það verður spennandi að sjá hvaða íslensku keppendur tryggja sig inn á leikana en vonir standa til að íslenski hópurinn verði sem fjölmennastur sem fari og taki þátt í þessum Vetrarólylmpíuleikum fyrir Íslands hönd.