Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

30

Frábær árangur á Norður Evrópumótinu í fimleikum

23.09.2024

 

Um helgina fór fram Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum í Dublin á Írlandi en Ísland sendi bæði kvennalið og karlalið til keppni.

Íslenska liðið stóð sig afar vel og tókst Thelmu Aðalsteinsdóttur að vinna gullverðlaun á öllum áhöldum, á tvíslá, jafnvægisslá, í stökki og gólfæfingum í úrslitum á sunnudag. Árangur sem enginn annar hefur áður náð. Á laugardag endaði hún í öðru sæti í fjöþraut og tókst kvennaliðinu að tryggja sér þriðja sæti á mótinu og vann Thelma því í öllu keppnum sem hún tók þátt í. 

ÍSÍ óskar Thelmu, íslensku keppendunum og teymi íslenska liðsins innilega til hamingju með glæsilegan árangur um helgina. 

Nánari fréttir má finna á heimasíðu fimleikasambandsins!
Landslið í áhaldafimleikum var skipað:

Freyja Hannesdóttir – Gerpla
Hildur Maja Guðmundsdóttir – Gerpla
Lilja Katrín Gunnarsdóttir – Gerpla
Rakel Sara Pétursdóttir – Gerpla
Thelma Aðalsteinsdóttir – Gerpla
Þóranna Sveinsdóttir – Stjarnan
Varamaður: Lovísa Anna Jóhannsdóttir – Gerpla

Ágúst Ingi Davíðsson – Gerpla
Atli Snær Valgeirsson – Gerpla
Dagur Kári Ólafsson – Gerpla
Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann
Valdimar Matthíasson – Gerpla
Lúkas Ari Ragnarsson – Björk
Varamaður: Arnþór Daði Jónasson – Gerpla

Myndir/Agnes Suto

Myndir með frétt