Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Íþróttavika Evrópu haldin 23. - 30. september

20.09.2024

 

Á næstkomandi mánudag hefst Íþróttavika Evrópu, en hún er orðin árlegur viðburður víðsvegar um Evrópu yfir vikutímabil, frá 23. til 30. september. 

Markmiðið með Íþróttavikunni er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fær árlega styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem tengjast þessari vikunni og hafa sveitarfélög, fjölbrautaskólar og íþróttafélög notið góðs. Því má finna flotta og metnaðarfulla dagskrá víðs vegar um Höfuðborgarsvæðið og landið allt þar sem viðburðir, keppnir, fyrirlestrar og uppákomur tengdar hreyfingu eru í boði og eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á þessu tímabili má einnig benda á Göngum í skólann, verkefni á vegum ÍSÍ sem stendur til 2. október. Ennþá er hægt að skrá sig til leiks og hér má finna allar upplýsingar um verkefnið.

Þá eru ýmsar gagnlegar upplýsingar á heimasíðu verkefnisins, BeActive.is, auk þess sem þar má finna viðburðarsíðu BeActive, um marga viðburði sem í gangi verða þessa vikuna.

ÍSÍ hvetur alla til að kynna sér vel það sem er í boði á þeirra svæði og taka þátt í þessum flottu viðburðum.