Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Nikolay Mateev endurkjörinn í stjórn EFC

18.09.2024

 

Kosningaþing Evrópska skylmingasambandsins (EFC) var haldið 14.- 15. september sl. í Búdapest, í Ungverjalandi. Nikolay Mateev, núverandi formaður Skylmingasamband Íslands, var þar en hann var fyrst kjörinn í framkvæmdastjórn Evrópska skylmingasambandsins (EFC) árið 2009 og hefur setið í stjórn sambandsins óslitið síðan.

Nikolay bauð sig aftur fram og hlaut kosningu til næstu fjögurra ára en hann hefur setið í nefnd Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) um kynningar-, samskipta- og markaðsmál allt frá árinu 2008 og er núverandi formaður þeirrar nefndar.
Það er mikill fengur fyrir íslenska skylmingahreyfingu að hafa Nikolay í þessum embættum og heiður fyrir íslenska íþróttahreyfingu að eiga fulltrúa í æðstu stjórn skylmingaíþróttarinnar í Evrópu sem og heiminum.
 

Pascal Tesch frá Lúxemborg var kjörinn forseti EFC en eftirtaldir aðilar skipa nú stjórn EFC frá 2024 til ársins 2028:

Pascal Tesch, Lúxemburg
Nikolay Mateev, Íslandi
Nuala Mc Garrity, Írlandi
Jacek Slupski, PÓllandi
Hilary Philbin, Bretlandi
Etienne Vann Cann, Hollandi
Vilem Madr, Tékklandi
Vincenzo De Bartolomeo, Ítalíu
Zsolt Csampa, Ungverjalandi
Irem Karamete-Baldini, Tyrklandi
Martina Zmaic, Króatíu

ÍSÍ óskar Nikolay Mateev innilega til hamingju með kosninguna og góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru.

Myndir frá þinginu/Skylmingarsambandið.

Myndir með frétt