Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Áhugaverður viðburður um jöfn laun og jafnrétti í íþróttum

10.09.2024

 

ÍSÍ vekur athygli á eftirfarandi viðburði í París: Closing the gender play gap: Towards pay equity in sports
Næstkomandi fimmtudag, 12. september, verður haldinn opinn viðburður, skipulagður af Sendiráði Íslands í París, Stjórnarráði Íslands og OECD, sem ber heitið á ensku Closing the gender play gap: Towards pay equity in sports. Viðburðurinn verður haldinn í hátíðarsal OECD í París en streymt fyrir alla áhugasama og hefst kl. 14:00 á staðartíma, kl. 12:00 á íslenskum tíma. 

Á viðburðinum mun afreksíþróttafólk og fulltrúar sem hafa látið sig málefnið varða, koma saman og ræða það kynjamisrétti sem enn er til staðar þegar kemur að launum, tækifærum og sýnileika íþróttafólks. 

Meðal þátttakenda eru Þóra Helgadóttir, fyrrum landsliðskona Íslands í knattspyrnu, Joanna Lohman, fyrrum landsliðskona Bandaríkjanna í knattspyrnu og ötul talskona jafnréttis og hin margverðlaunaða breska hjólreiðakona, Dame Laura Kenny, ásamt fleiri fulltrúum.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands flytur opnunarávarp.

ÍSÍ hvetur öll áhugasöm um málefni, til að tengja sig inn á viðburðinn á fimmtudag! Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn.

 

Skráning fer fram hér.

Myndir með frétt