Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Skemmtilegar tölulegar upplýsingar um nýafstaðna Ólympíuleika

15.08.2024

 

Ólympíuleikar eru risastórt verkefni. Flóknar reglur gilda um ýmsa þætti og flókið er að standa fyrir keppni í mörgum íþróttagreinum samtímis. Undirbúningur leikanna tekur mörg ár og halda þarf vel utan um verkefnið svo vel gangi.

Inside the Games er vefmiðill sem fjallar um ólympísk málefni. Í vikunni var þar að finna nokkrar skemmtilegar staðreyndir um nýafstaðna Ólympíuleika í París og eru nokkur dæmi nefnd hér fyrir neðan. Þau gefa ágæta mynd af umfangi leikanna.

  • 760 keppnislotur voru haldnar, í 32 ólympískum íþróttagreinum
  • keppendur unnu til næstum 850 verðlauna
  • verðlaunahafar voru af 86 þjóðernum
  • 42 met voru slegin, þar á meðal 10 heimsmet og 32 ólympíumet
  • seldir voru yfir 9,5 milljónir miða á viðburði leikanna
  • áhorfendur komu frá 222 þjóðum
  • 62% miðakaupenda voru franskir
  • þegar flest var þá voru 11.804 þátttakendur í Ólympíuþorpinu
  • 150 tímapantanir á hverjum degi í hárgreiðslu og handsnyrtingu í þorpinu
  • 90 manns vann við fataþvott á hverjum degi í þorpinu
  • a.m.k sjö bónorð voru borin fram á leikunum
  • 45.000 sjálfboðaliðar vinna við Ólympíuleikana og Paralympics
  • 4.200 starfa fyrir skipuleggjendur við verkefnin
  • 10.500 keppendur tóku þátt frá 206 Ólympíunefndum og 182 Paralympics samböndum
  • 32 keppnisgreinar á Ólympíuleikum og 22 á Paralympics.

Ólympíuleikarnir í París gengu vel, viðburðirnir voru algerlega frábærir og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Bryddað var upp á ýmsum spennandi nýjungum sem gera má ráð fyrir að verði þróaðar áfram fyrir næstu leika sem fram fara í Los Angeles árið 2028.