Erna Héðinsdóttir lyftingadómari á Ólympíuleikunum
Erna Héðinsdóttir hefur verið í París síðustu daga að dæma lyftingar á Ólympíuleikunum en hún er alþjóðlegur lyftingadómari.
Erna kom til Parísar á sunnudaginn, 4. ágúst, þar sem keppt var í lyftingum seinni hluta Ólympíuleikanna en keppninni lýkur í dag, sunnudag.
Erna segir það mikla upplifun að dæma á Ólympíuleikum og frábæra reynslu sem hún tekur með sér heim en hún er einn fremsti dómari Íslands eins og sakir stendur. Hún hefur dæmt á fjölmörgum mótum víðs vegar um heiminn en Ólympíuleikarnir toppa allt.
Keppnin í ár hefur verið skemmtileg og spennandi og áhorfendur hafa sett skemmtilega stemningu í keppnina, sem hún hefur ekki upplifað áður.
Erna er að taka þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og segist hafa átt virkilega góða og skemmtilega daga í París.
Myndir/einkasafn.