Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Á þessum degi fyrir 40 árum...

09.08.2024

 

Á þessum degi fyrir 40 árum vann Bjarni Friðriksson til bronsverðlauna í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.

Á Ólympíuleikunum í Los Angeles þann 9. ágúst árið 1984 keppti Bjarni í -95 kg. flokki. Það voru 24 keppendur í júdó á leikunum. Bjarni sat yfir í fyrstu umferð en sigraði síðan Danann Carsten Jensen í annarri umferð og Bandaríkjamanninn Leo White í þriðju umferð. Þar með komst hann í undanúrslit, en tapaði þeirri glímu á móti Douglas Vieira frá Brasilíu. Hann sigraði síðan Ítalann Yuri Fazi í glímu um bronsverðlaunin. Bjarni var þar með annar Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum.

Myndir með frétt