Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Fjölmiðlamenn út um allt á Ólympíuleikunum

02.08.2024

 

Það er líf og fjör í París í Frakklandi vegna Ólympíuleikanna og nóg um að vera. Fjölmiðlamenn keppast við að fanga bestu augnablikin, segja fyrstir fréttirnar og finna bestu sögurnar á bakvið íþróttafólkið.

En Ólympíuleikarnir eru víðar en bara í París. Eins og margir vita keppir Hákon Þór Svavarsson, skotmaður, í 300 km fjarlægð frá París í borginni Chateauroux, og hófst skotkeppnin þar í morgun. Íslensku fjölmiðlamennirnir voru að sjálfsögðu mættir á staðinn til að fylgjast með okkar manni og koma fréttum af afrekum hans, eins og hinna keppendanna okkar, beint heim til allra á Íslandi.

Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir frá því í morgun, af frábæru teymi frá RÚV og Mbl. Þar voru Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður RÚV, og Óskar Þór Nikulásson, kvikmyndatökumaður RÚV, Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Mbl, og Kristinn Magnússon, ljósmyndari Mbl, allir klárir eldsnemma og við það tilefni náðust þessar myndir. 

Þessir drengir eru með puttann á púlsinum!

Myndir með frétt