Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Hákon Þór búinn með fyrri hluta keppninnar

01.08.2024

 

Í dag er föstudagurinn 2. ágúst og vika liðin frá því að Ólympíuleikarnir í París 2024 hófust. Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, er staddur í Chateauroux, tæplega 300 km frá París þar sem skotkeppnin fer fram.

Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi sem kallast á ensku skeet. Hann hefur nú lokið fyrri hluta keppninnar. Keppninni í dag var skipt í þrjár lotur þar sem keppendur skutu 25 skotum í hvert skipti. Alls 75 skot. Í öllum lotum dagsins hitti Hákon Þór 23 af 25 sem gerir heildarskor 69 af 75 mögulegum. Hann er í 4. sæti í fyrsta riðlinum eftir daginn og í 22. sæti af 30 keppendum. 

Á morgun fer fram seinni hluti keppninnar og þá munu keppendur skjóta 50 skotum í tveimur lotum. Keppnin mun byrja kl. 09.30 á staðartíma og kl. 07.30 á íslenskum tíma. Sex efstu keppendurnir fara áfram í úrslit sem verða seinni part laugardags kl.13.30 að íslenskum tíma.

Hákon Þór er að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum.

ÍSÍ óskar Hákoni góðs gengis og skemmtunar og vonar að landsmenn hvetji hann áfram!

Myndir með frétt