Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun í fullum gangi

22.07.2024

 

Sumarfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er í fullum gangi og mun náminu ljúka í ágúst.  Um 40 nemendur eru í náminu að þessu sinni og koma þeir frá fjölmörgum íþróttagreinum enda þurfa allir að taka ÍSÍ hluta námsins, svokallaðan almennan þátt í námi íþróttaþjálfara. 

Nemendur eru búsettir mjög víða um landið en búsetan er algjört aukaatriði vegna uppbyggingar og eðli námsins sem er allt í fjarnámi.  Tveir Teamsfundir eru haldnir í náminu og þar er farið yfir flesta þá þætti sem máli skipta og huga þarf að í náminu.  Nemendur hafa auk þess aðgang að kennara námsins á nánast öllum tímum á meðan á náminu stendur. 

Haustfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ verður auglýst í ágúst og mun námið hefjast í september.  Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á stjórnsýslusviði ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 514-4000/863-1399.