Íslenskur íþróttamaður í framboði til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar!
English below
Í fyrsta skipti í sögunni er íslenskur íþróttamaður í framboði til íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, sem nú er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika, er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) en allir frambjóðendurnir þurfa yfirlýstan stuðning frá Ólympíu- og íþróttamannanefndum sinna landa. Frambjóðendur koma að þessu sinni úr 15 íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum.
Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021.
Anton Sveinn McKee hefur verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022.
Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra.
Á Ólympíuleikunum í París mun fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Kosning í nefndina er hafin og mun standa yfir til 6. ágúst.
Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru:
Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar;
Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og
Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar
An Icelandic Athlete to Run For a Spot in the IOC Athletes' Commission for the First Time
For the first time ever, an Icelandic athlete is running for a spot in the IOC Athletes' Commission. Anton Sveinn Mckee, a swimmer who will compete in his fourth Olympic Games in Paris, is one of 29 candidates who are running for a spot in the IOC Athletes' Commission. The candidates come from 15 different sports and 29 different NOCs'.
Anton Sveinn Mckee has been a member of the NOC Athletes Commission in Iceland since the year 2021, and has actively participated in workshops and conferences regarding welfare and support for elite athletes in Iceland. He has gained invaluable experience as an advocate for athletes welfare in Iceland and wants to bring his experience and passion to the international level.
Anton Sveinn Mckee has been one of the best athletes in Iceland for the past decade. He competed in the first ever Youth Olympic Games in Singapore in 2010, and in his first Olympic Games in London 2012, then only 19 years of age. In Paris, he will participate in his fourth Olympic Games when he competes in his speciality events, the 200m and 100m breaststroke. Some of his international achievements include a silver medal at the European Championships (25m) in December 2023, 6th place at the World Championships (50m) in 2022 and just recently he came in 4th place at the European Championships in Belgrade in July 2024. He has also set a total of 16 Icelandic national records in his career.
Here you can find a list of all candidates.
Four candidates from four different sports will be elected by their peers in the Athletes Village at the Olympic Games in Paris. All athletes (Aa) competing at the games are eligable to vote.
The vote will be supervised and certified by an election committee, appointed by the IOC President, Thomas Bach. The members are: Nicole Hoevertsz (Chair), as a representative of the IOC Legal Affairs Commission; Pâquerette Girard Zappelli, as the IOC Chief Ethics and Compliance Officer; and Emma Terho, as a representative of the IOC Athletes’ Commission.