Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Lokahópur fyrir Ólympíuleikana í París kynntur

08.07.2024


Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 5. júlí síðastliðinn, var tekin fyrir tillaga Afrekssviðs ÍSÍ um val á þátttakendum, bæði keppendum og fylgdarliði, á Ólympíuleikana í París, sem fram fara 26. júlí til 11. ágúst.

Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í dag, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 

Hér má finna keppnisdagskrá þeirra sem fara fyrir hönd Íslands til keppni.

Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru:

Frjálsíþróttir:
Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi

Guðmundur Karlsson, flokksstjóri
Pétur Guðmundsson, þjálfari

Skotíþróttir:
Hákon Þór Svavarsson, keppandi
 í haglabyssu (skeet)
Halldór Axelsson, flokksstjóri
Nicolaos Mavrommatis, þjálfari

Sund:
Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi

Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri
Sergio Lopez Miro, þjálfari

Þríþraut:
Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut

Geir Ómarsson, flokksstjóri
Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari

Frá ÍSÍ:
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri
Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri
Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl.
Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding)
Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps
Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál

Heilbrigðisteymi:
Örnólfur Valdimarsson, læknir
Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari
Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari
Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur

Á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna (EOC):
Líney Rut Halldórsdóttir Í framkvæmdastjórn EOC

 

Þrír íslenskir alþjóðlegir dómarar verða í eldlínunni í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir, fimleikadómarar, mun dæma í áhaldafimleikum en bæði hafa þau mikla reynslu af dómgæslu, innanlands sem erlendis. Björn Magnús er á leið á sína fimmtu leika og Hlín á sína aðra leika. Erna Héðinsdóttir, lyftingadómari, mun einnig dæma á leikunum, en þetta verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. 

Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er á leið á Ólympíuleikana í París. Hennar hlutverk verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði á leikunum og var jafnframt valin af ÍSÍ til að aðstoða íslenska hópinn. ÍSÍ gat nú, í fyrsta sinn á Ólympíuleikum, óskað eftir slíkum aðila í gegnum framkvæmdaraðila leikanna.

Um 45.000 sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Þeir hafa mismunandi hlutverk og nokkrir þeirra munu vera íslenska hópnum til aðstoðar.

 

Myndir með frétt