Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
2

Arnar Þorkelsson heiðraður á ársþingi HSÍ

01.07.2024

 

Miðvikudaginn 19. júní var 67. ársþing Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Á þinginu kom fram að rekstur sambandsins hafði á síðastliðnu ári verið mjög erfiður en tap sambandsins var 85 milljónir króna.  Ástæðurnar voru til að mynda mikill kostnaður vegna afreksstarfs við undirbúning og þátttöku á lokamótum landsliða karla og kvenna sem og vegna miðlunnar leikja í sjónvarpi í opinni dagskrá á vegum sambandsins sem hafi verið kostnaðarsamt í upphafi en kaupa þurfti búnað fyrir háar upphæðir. Kom fram að stjórn HSÍ gerir sér vonir um að sá kostnaður komi til baka á næstu árum. Mikil umræða á þinginu var um þungan rekstur vegna afreksstarfsins og hve lítinn
 fjárhagsstuðning hafi fengist frá ríkinu. Ef fjárframlög aukist ekki frá ríkssjóði og afrekssjóði ÍSÍ gei það leitt til þess að draga þurfi úr afreksstarfi hjá öllum landsliðum.

Breytingar urðu á stjórn þar sem þau Bjarni Ákason, Ólafur Örn Haraldsson og Sigurborg Kristinsdóttir buðu sig fram í stjórn og voru sjálfkjörin inn þar sem ekki voru fleiri til framboðs. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ mun gegna sínu hlutverki áfram eitt tímabil í viðbót eða til næsta þings.

Á þinginu var Arnar Þorkelsson, fráfarandi gjaldkeri HSÍ, sæmdur Silfurmerki ÍSÍ og Gullmerki HSÍ fyrir framúrskarandi og ómetanlegu störf til Handknattleikssambandins. Það var Hafsteinn Pálsson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ, sem mætti fyrir hönd ÍSÍ og afhenti Arnari viðurkenninguna sína. ÍSÍ óskar Arnari innilega til hamingju með Silfurmerkið og þakkar honum fyrir hans ómetanlega framlag í þágu íþróttanna í landinu.

Mynd/HSÍ.