Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Þing FIS haldið á Íslandi í fyrsta skipti

12.06.2024

 

55. þing Alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS) var haldið í Hörpu í Reykjavík miðvikudaginn 5. júní sl. Er þetta í fyrsta skipti sem ólympískt alþjóða íþróttaasamband heldur þing sitt á Íslandi. Um 350 erlendir fulltrúar og gestir voru mættir til Reykjavíkur til þess að taka þátt í þinginu og tengdum viðburðum.

Ný 18 manna stjórn var kosin til tveggja ára, en formaður situr áfram næstu tvö árin. Kjörtímabil hans er almennt fjögur ár. Í stjórn voru kjörnir í fyrsta sinn fulltrúar allra Norðurlanda. Á þinginu voru ýmsar hefðbundnar laga- og reglubreytingar samþykktar. Stærsta samþykktin var að taka inn nýja grein skíðaíþrótta í FIS, sem kallast Freeride. Þessi grein er aðallega stunduð í háum og bröttum fjöllum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Á þriðjudag, daginn fyrir þingið, var haldið sérstakt afmælishóf en í ár eru 100 ár eru frá stofnun FIS. Meðal gesta í afmælishófinu voru Páll Grétarsson formaður SKÍ 2010-2013, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Guðlaugur Þór Þórðarsoon, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, Einar Ólafsson, formaður skíðagöngunefndar SKÍ, Einar Þór Einarsson, formaður SKÍ 2013-2019, og Bjarni Th. Bjarnason, núverandi formaður SKÍ. Mynd fylgir af þeim. Einnig má sjá mynd af setningu þingsins og þegar Johan Eliasch afhendir fulltrúum norska skíðasambandsins, Tove Moe Dyrhaug og Rune Edvardsen viðurkenningu í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í alpagreinum mun verða í Narvik í Noregi árið 2027. 

Myndir/SKÍ

Myndir með frétt