Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Skúli Óskarsson látinn

11.06.2024

 

Skúli Óskarsson kraftlyftingamaður og meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, lést sunnudaginn 9. júní síðastliðinn á hjartadeild Landspítalans. Hann var 75 ára að aldri.

Skúli fæddist 3. september árið 1948. Hann hóf að æfa lyft­ingar seint á sjö­unda ára­tugnum. Hann keppti í sínu fyrsta mót­i árið 1970 og setti næstu árin hvert Íslands­metið á fætur öðru. Skúli keppti einnig á alþjóð­legum lyft­inga­mótum og náði silfri í létt­vigt­ar­flokki á heims­meist­ara­mót­inu árið 1978 í Turku í Finn­landi. Það ár var hann kjörinn Íþrótta­maður árs­ins, fyrstur allra lyft­inga­manna. Árið 1980 setti hann heims­met í rétt­stöðu­lyftu þeg­ar hann lyfti 315,15 kg í 75 kg flokki. Það ár var hann kjör­inn Íþróttamaður árs­ins í annað skipti. Skúli vann að auki tvö brons­verð­laun á HM, þrjá Norð­ur­landa­meist­aratitla og fjöl­marga titla inn­an­lands.

Skúli var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á hófi Íþróttamanns ársins þann 28. desember árið 2017, sá 17. í röðinni til að hljóta útnefningu í höllina góðu.

Skúli var líflegur og skemmtilegur karakter og hnyttinn í tilsvörum. Hans verður sárt saknað af vettvangi íþróttahreyfingarinnar, ekki síst við árlegt kjör Íþróttamanns ársins þar sem hann mætti alltaf þegar hann mögulega gat, hress og kátur.

Skúli lætur eftir sig eiginkonu, dóttur, tvær stjúpdætur og átta barnabörn. ÍSÍ sendir ástvinum Skúla og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.

Guð blessi minningu Skúla Óskarssonar.

 

Myndir með frétt