Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Góð mæting á ársþing FSÍ

05.06.2024

 

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram í fundarsal Þróttar í Laugardalnum, fimmtudaginn 16. maí sl. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var Auður Inga Þorsteinsdóttir kjörinn þingforseti og þingritari Fanney Magnúsdóttir. Kjörbréfanefnd skipuðu þær Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, Þórdís Þöll Þráinsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Vel mætt var á þingið og voru félögin með 42 atkvæði. 

Þingstörf gengu vel fyrir sig. Farið var yfir skýrslu stjórnar og áritaðir reikninga sambandsins samþykktir samhljóma. Mesta umræðan fór í samtal um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ og vinnubrögð frá því að úthlutun var tilkynnt. Farið var yfir tímalínu frá úthlutun, þau svör sem sambandinu hafa borist og hvaða næstu skref skyldi taka. Lög FSÍ voru uppfærð í samræmi við tilmæli frá ÍSÍ og starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár samþykkt. Í ljósi breyttra aðstæðna eftir að úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2024 var kunngjörð, var farið yfir uppfærða fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og öllum gert ljóst að FSÍ mun koma út stórum mínus eftir árið.

Í ár fóru fram kosningar þriggja einstaklinga í stjórn og eins varamanns, til tveggja ára. Þær Ása Inga Þorsteinsdóttir, Marta Kristín Sigurjónsdóttir og Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir tóku sæti í stjórn FSÍ og Dýri Kristjánsson tók sæti í varastjórn.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, mætti fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið. Hélt stutt erindi og bað fyrir kveðju stjórnar ÍSÍ og starfsfólks.

Nánari frétt má finna á heimasíðu Fimleikasambandsins.

Því miður fengust engar myndir frá þinginu.