Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Jón Þór í öðru sæti á EM í Króatíu

30.05.2024

 

Jón Þór Sigurðsson skotíþróttamaður vann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu í keppni með riffli, liggjandi á 50 metra færi. Hann náði 627,0 stigum.

Jón Þór er fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna í þessari grein á Evrópumeistaramóti og hefur með þessum árangri sýnt að hann er einn af þeim bestu í greininni í Evrópu.

Jesper Johansson frá Svíþjóð hlaut bronsið með sama stigafjölda en Jón var með betri síðustu skotin. Evrópumeistari varð Patrik Jany frá Slóvakíu með 628,8 stig en til samanburðar er Íslandsmet Jóns, sem hann setti í Árósum í janúar s.l., 628,5 stig. 

Því miður er þessi grein ekki lengur keppnisgrein á Ólympíuleikunum svo að Jón Þór fær ekki tækifæri á að spreyta sig þar en ÍSÍ óskar honum og STÍ innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir með frétt