Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Heimsókn frá grænlenska íþróttasambandinu

08.05.2024

 

Starfsfólk og stjórn ÍSÍ fékk góða gesti í heimsókn mánudaginn 6. maí þegar starfs- og stjórnarfólk frá Íþróttasambandi Grænlands (GIF) kom í heimsókn í Laugardalinn til ÍSÍ. Starfsfólk GIF mun vera hér á landi í vikutíma og kynna sér íslenska íþróttastarfið, m.a. fara í heimsókn í Árborg og á Akranes. Á fundinum á mánudag fékk starfsfólkið kynningu á uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og á ýmsum verkefnum Fræðslu-og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, eins og almenningsíþróttaverkefnum, Sýnum karakter og 5C´s auk verkefninu Bjarts lífsstíls, sem er hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldri. Mikil og góð umræða átti sér stað og fékk starfsfólk ÍSÍ einnig kynningu á þeim fjölda áskorana sem íþróttalíf í Grænlandi stendur frammi fyrir. Seinna um daginn funduðu stjórnir ÍSÍ og GIF og í lok dags var boðið til kvöldverðar fyrir hópinn á Cafe Easy.

Myndirnar voru teknar á kynningu fyrr um daginn og þegar stjórnirnr hittust, á mánudag.

Myndir með frétt