Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Kynningarfundur: Áfram Ísland - samvinna til árangurs

30.04.2024

 

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) skrifuðu í byrjun síðasta árs undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Vésteinn Hafsteinsson, afreksíþróttamaður og -þjálfari, var ráðinn til mennta- og barnamálaráðuneytisins til að leiða umbótastarfið sem formaður starfshópsins og móta breytingar með stjórnvöldum, auk þess og fylgja þeim eftir í framkvæmd. Hann var samhliða ráðinn sem afreksstjóri ÍSÍ.
 

Starfshópurinn um mun kynna tillögur sínar á opnum kynningarfundi í dag, 30. apríl kl. 16:00 í Laugardalshöll og í streymi. Að lokinni kynningu á niðurstöðunum verða pallborðsumræðar meðal fundargesta og bakhjarlanna sem standa að framkvæmdinni annars vegar og íþróttafólks og þjálfara sem aðgerðirnar beinast að hins vegar. Boðið verður upp á kaffiveitingar að fundi loknum. 

Dagskrá:

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ kynnir niðurstöður skýrslunnar
Pallborðsumræður

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Hér skráir þú þig til leiks, hvort sem þú mætir eða horfir á í gegnum streymi.

ÍSÍ ásamt Mennta- og barnamálaráðuneytið hvetur öll áhugasöm um árangur og afreksstarf til að mæta.