Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Sylvía Ósk Speight nýr formaður TKÍ

22.04.2024

 

Þriðjudaginn 9. apríl sl. var haldið ársþing Taekwondosambands Íslands (TKÍ) í Íþróttamiðstöðinni að Engjavegi. Mæting var góð og var Úlfur H. Hróbjartsson fundarstjóri og Atli Þorsteinsson fundarritari. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf þar sem Valdimar Leó  Friðriksson framkvæmdarstjóri TKÍ fór yfir ársreikning 2023 og fjárhagsáætlun 2024.  Því næst var farið í umfangsmiklar lagabreytingar, sem stjórn sambandsins lagði fram og voru þær samþykktar með breytingum.  

Kosið var um nýjan formann þar sem Snorri Hjaltason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Sylvía Ósk Speight var ein í kjöri var hún því sjálfkjörin.  Einnig voru tveir stjórnarmenn kjörnir til tveggja ára, Gunnar Hákonarson og Sveinn Speight. Þrír varamenn voru kjörnir til eins árs, þau Ragnheiður Gísladóttir, Selma Hafliðadóttir og Grettir Einarsson. Sjálfkjörið var í allar stöður sem kjósa átti um.