Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Nemendur Háskólans á Hólum heimsóttir

19.04.2024

 

Síðastliðinn fimmtudag, 18. apríl, sátu nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum fyrirlestra frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), en kennsla þessi er liður í samstarfi ÍSÍ, Hólaskóla og Landssambands hestamanna (LH). Er hún hluti af mati á námi nemenda inn í menntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara.

Farið var yfir uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar, helstu stefnur s.s. í þjálfaramenntun og um íþróttir barna og unglinga ásamt því að fjalla um fjölbreytt hlutverk íþróttaþjálfarans í víðu samhengi. 

Einnig var fjallað um samfélagslegt gildi íþróttastarfs og mikilvægi markmiðasetninga í þjálfunaráætlunum svo eitthvað sé nefnt. 

Kennari var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ.