Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Ársþing MSÍ

15.04.2024

 

Ársþing Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (MSÍ) var haldið í fundarsal ÍSÍ að Engjavegi 6, laugardaginn 2. mars sl.  Mætingin var góð og var Pétur Smárason þingforseti og Sveinn Logi Guðmannsson þingritari. 

Engar breytingar urðu á stjórn MSÍ þar sem allir buðu sig fram til áframhaldandi setu og engin mótframboð bárust. Guðmundur Gústafsson verður því áfram formaður, til eins árs, og Pétur Smárason og Sveinn Logi Guðmannsson stjórnarmenn til næstu tveggja ára. Fyrir í stjórn voru Björk Erlingsdóttir og Oddur Jarl Haraldsson, sem sitja til eins árs í viðbót.  Varastjórn MSÍ skipa Ingólfur Snorrason, Jónatan Þór Hallsdórsson og Guðbjartur Ægir Ágústsson, sem sitja til eins árs. 

Venju samkvæmt var farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikningur síðasta árs og fjárhagsáætlun næsta árs lögð fyrir þingið til samþykktar. Einnig var ein lagabreytingu lögð fyrir þingið og samþykkt. 

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, mætti fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið. 

Á þingið bárust þau sorglegu tíðindi að góður félagi, Karl Gunnlaugsson, hefði fallið frá.  Hann var lykilmaður í íslensku mótorsporti og einn af stofnendum MSÍ. ÍSÍ sendir fjölskyldu, vinum og samferðarfólki Karls innilegar samúðarkveðjur.  

Því miður bárust engar myndir frá þinginu.