Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

103. ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar

05.04.2024

 

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) hélt ársþing sitt í Funaborg í Eyjafirði fimmtudaginn 4. apríl síðastliðinn.  Samkvæmt samþykktum kjörbréfum voru 29 þingfulltrúar mættir til þings.  Þingforseti var Sigurgeir Hreinsson og stjórnaði hann þinginu af fádæma öryggi. 

Alls átta tillögur lágu fyrir þinginu, m.a. tillaga um breytta reglugerð varðandi skiptingu Lottófjármuna og var hún samþykkkt samhljóða.  Einnig var samþykkt tillaga um nýjar leiðir í kjöri íþróttamanns UMSE ásamt tillögu þar sem aðildarfélög eru hvött til að sækja um viðurkenningu til ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélög. 

Stjórn UMSE er óbreytt ef frá er skilið starf ritara, en Kristlaug Valdimarsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í það ágæta starf og í hennar stað var kjörinn Gunnbjörn Rúnar Ketilsson.  Aðrir í aðalstjórn UMSE eru Sigurður Eiríksson formaður, Þorgerður Guðmundsdóttir varaformaður, Einar Hafliðason gjaldkeri og Kristín Thorberg meðstjórnandi. 

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ.

 

Myndir með frétt