Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Íslenska liðið sigursælt á Smáþjóðamóti í lyftingum

26.03.2024

 

Lið Íslands sigraði annað árið í röð Smáþjóðamótið í lyftingum sem fram fór í Mónakó núna um helgina, í flokki senior liða. Liðið var að þessu sinni skipað Brynjari Loga Halldórssyni, Kára Einarssyni, Kötlu Björk Ketilsdóttur og Guðnýju Björk Stefánsdóttur.  Að auki náði Brynjar Logi besta árangri íslensks keppanda frá 1998, ef talin eru svokölluð Sinclair-stig.  Íslenska liðið í svokölluðum junior flokki, lenti í öðru sæti og var skipað þeim Þórbergi Erni Hlynssyni og Bríet Önnu Heiðarsdóttur.

Mótið er liðakeppni og aðeins þjóðir, með milljón íbúa eða færri og sem eru aðilar að Smáþjóðasambandinu, geta tekið þátt. Í ár kepptu auk Íslands, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Monakó, San Marino, Gíbraltar og Færeyjar en franski klúbburinn Saint Marcellin fékk að koma inn í mótið sem gestalið en tók ekki þátt í eiginlegri liðakeppni.

Mótið er Sinclair stigamót og var verðlaunað fyrir stigahæsta liðið, stigahæsta lið karla, stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni. Í hverju liði kepptu tveir karlar og tvær konur í senior flokknum og einn karl og ein kona í junior flokknum.

Nánari frétt má finna á heimasíðu Lyftingasambandsins.
Myndir/LSÍ

ÍSÍ óskar íslensku keppendunum og teymi þeirra innilega til hamingju með árangurinn á mótinu!