Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Heiðrun á ársþingi KSÍ

13.03.2024

 

Á ársþingi KSÍ í lok febrúar sl. voru þær Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir fráfarandi varaformaður KSÍ og Klara Bjartmarz fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ sæmdar Gullmerki ÍSÍ fyrir frábær störf í þágu knattspyrnunnar í landinu. Þær hafa allar átt farsælan feril innan íþróttahreyfingarinnar og er eftirsjá af þeim úr starfinu.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann ávarpaði þingið við þingsetningu og afhenti heiðursmerkin fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ.

ÍSÍ óskar þeim öllum hjartanlega til hamingju með viðurkenningarnar og þakkar þeirra ómetanlega framlag til íþróttahreyfingarinnar.

Mynd/KSÍ:  Andri, Borghildur, Vanda og Klara.