Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Málefnalegt ársþing HSÞ

12.03.2024

 

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) fór fram sunnudaginn 10. mars síðastliðinn að Breiðumýri í Reykjadal.  Þingforseti var Arnór Benónýsson og stýrði hann þinginu af mikilli röggsemi og þekkingu.  Þingið var fjölmennt, alls 43 þingfulltrúar voru mættir frá 17 aðildarfélögum.  Þingstörf gengu afar vel fyrir sig og var þingið í heild sinni málefnalegt í alla staði. 

Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu og fengu sumar þeirra mikla umræðu í þingnefndum.  Meðal tillagna má nefna tillögu um mikið breyttar úthlutunarreglur úr lottói en þeirri tillögu var vísað frá.  Öll stjórn HSÞ, að formanninum Jóni Sverri Sigtryggssyni meðtöldum, gaf kost á sér áfram og var kjörin til áframhaldandi starfa með lófaklappi. 

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ.  Á meðfylgjandi myndum má sjá Jón Sverri Sigtryggsson, formann, Arnór Benónýsson, þingforseta, auk yfirlitsmynda frá þinginu.

Myndir/Viðar Sigurjónsson

 

Myndir með frétt