Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Lífshlaupinu 2024 lokið

04.03.2024

 

Lífshlaupinu 2024 lauk á þriðjudag í síðustu viku, þann 27. febrúar, en verkefnið stóð yfir í tvær vikur í skólakeppninni og þrjár vikur í öðrum flokkum.  Síðastliðinn föstudag, þann 2. mars, fór fram verðlaunaafhending í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem fulltrúar frá vinnustöðum, hreystihópum 67+ og grunn- og framhaldsskólum mættu og tóku á móti verðlaununum sínum. Alls tóku 16.475 einstaklingar þátt í ár, í 1.448 liðum sem hreyfðu sig í 16.595.425 mínútur í 210.388 daga.

Það er virkilega gaman er að sjá hversu margir vinnustaðir eru duglegir að taka þátt í verkefninu með flottum árangri og oft eru það sömu fyrirtækin sem raða sér í verðlaunasætin.

Í ár var flokknum Hreystihópar 67+ bætt við Lífshlaupið og tóku 550 manns þátt í þeim keppnisflokki og alls 15 hópar í fjórum stærðarflokkum. Með þessari viðbót geta allir á aldrinum 6 ára og eldri, tekið þátt í Lífshlaupinu á sínum forsendum.
Lífshlaupið er orðinn hluti af vinnustaða- og/eða skólamenningu víða og hafa skapast skemmtilegar hefðir og uppákomur innanhúss í kringum þátttöku í verkefninu. Í ár voru virkir vinnustaðir 502 og skráðir liðsmenn 13.390.

Þátttaka grunn- og framhaldsskóla hefur farið dvínandi á undanförnum árum og virðist skráningin vera helsta áskorunin. Í ár voru 19 grunnskólar skráðir til leiks og samtals 2.334 nemendur. Framhaldsskólarnir voru 6 og nemendur 202.

ÍSÍ þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir einstaklega gott og skemmtilegt samstarf í ár. Styrktaraðilar eru Móðir Náttúra, Mjólkursamsalan, Lemon, Primal Iceland, Skautahöllin í Laugardal, Klifurhúsið og Unbroken. Hjartagosar á Rás 2 fá einnig kærar þakkir fyrir frábært samstarf.

Ítarlegri frétt ásamt öllum úrslitunum í Lífshlaupinu má finna á heimasíðu Lífshlaupsins, og finna má þar fleiri myndir.

Takk fyrir frábæra keppni og munið "minni kyrrsetu meiri hreyfingu"!

Myndir með frétt