Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Heiðursviðurkenningar á 125 ára afmæli KR

27.02.2024

 

Þann 16. febrúar síðastliðinn var 125 ára afmæli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR), sem haldið var í húsakynnum KR í Frostaskjóli.  Fjölmenni var mætt til að halda upp á þennan merka áfanga og fjölmargar heiðursviðurkenningar afhentar.

Hafsteinn Pálsson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, mætti fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði samkomuna.  Við sama tilefni heiðraði hann fimm einstaklinga sem öll höfðu unnið afar vel fyrir íþróttirnar í landinu. 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, fyrrverandi formaður KR, og Gísli Georgsson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar KR um árabil og meðlimur í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, voru sæmdir Gullmerki ÍSÍ fyrir sín störf í þágu íþróttanna.  

Silfurmerki ÍSÍ var veitt Böðvari Guðjónssyni, fyrrverandi formanni og framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar KR á þeirra miklu sigurárum, Guðrúnu Kristmundsdóttur, sem einnig var formaður körfuknattleiksdeildar KR á miklum sigurtímum, og Kristni Kjærnested, fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar KR, til um tuttugu ára, þegar velgengni KR í knattspyrnu var mikil.  

ÍSÍ óskar Gull- og Silfurmerkishöfunum innilega til lukku með viðurkenningarnar sínar og öllum KR-ingum til lukku með 125 ára afmæli KR.

Myndir/KR

Myndir með frétt