Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Þrjú taka þátt í sundkeppninni á Paralympics í sumar

23.02.2024

 

Fyrir stuttu úthlutaði Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra flestum af þeim sætum, sem í boði eru fyrir sundkeppnina á Paralympics í París í sumar. Ísland fékk að þessu sinni þrjú sæti, eitt fyrir karlmann og tvö fyrir konur.

Sundfólkið okkar, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, fengu úthlutað sætunum fyrir Íslands hönd og verða því fulltrúar Íslands í París í sundkeppninni.  Þess má geta að Már og Sonja voru valin íþróttafólk ársins 2023 og Thelma Björg íþróttakona ársins 2022.

Paralympics fara fram í París dagana 28. ágúst – 8. september og hefjast skömmu eftir Ólympíuleikana, sem byrja í lok júlí. 
Fleira öflugt íþróttafólk vinnur hörðum höndum að því að ná tilskyldum árangri til að öðlast keppnisrétt á leikunum og verður spennandi að sjá hvort fleiri bætast í íslenska hópinn.  

Nánari upplýsingar má finna í frétt frá hvatisport.is

Myndir/ÍF.

ÍSÍ óskar sundfólkinu okkar innilega til hamingju með sætin og góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru!

Myndir með frétt