Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

ÍSÍ úthlutar rúmlega 512 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ

05.02.2024

 

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 

Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 m.kr. en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.

Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknr frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. 

Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim séramböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 m.kr. og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári.

Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Sjá yfirlit um flokkun sérsambanda í frétt á heimasíðu ÍSÍ.

Eftirfarandi er skipting úthlutunar 2024 í áhersluþætti;

Reglugerð ÍSÍ um Afrekssjóð ÍSÍ.

Heildarúthlutun pr. sérsamband fyrir árið 2024: