Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Íþróttafólk Akureyrar

01.02.2024

 

Kjöri á íþróttafólki Akureyrar var lýst á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyar (ÍBA) og fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, sem framfór í Menningarhúsinu Hofi í gær, 31. janúar. Af 20 aðildarfélögum ÍBA þá tilnefndu 11 þeirra alls 31 einstakling úr sínum röðum, 17 íþróttakonur og 14 íþróttakarla. Úr þeim tilnefningum var svo kosið á milli 10 kvenna og 10 karla.

Sandra María Jessen knattspyrnukona sem keppir fyrir Þór/KA, var kjörin Íþróttakona Akureyrar og Baldvin Þór Magnússon, hlaupari úr Umf. Akureyrar (UFA), var kjörinn Íþróttakarl Akureyrar.

Á hátíðinni veitti fræðslu- og lýðheilsuráð viðurkenningar til 12 aðildarfélaga ÍBA vegna 361 Íslandsmeistaratitla sem unnust á síðasta ári og veittir voru styrkir úr afrekssjóði til níu afreksefna. Aðildarfélög sem áttu Íslandsmeistara og landsliðsfólk á síðasta ári fengu viðurkenningar. Heiðursviðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbjar voru afhentar sex öflugum einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu félags-, íþrótta- og æskulýðsmála á Akureyri.

Nánari upplýsingar um hátíðina, íþróttafólk Akureyrar og þær viðurkenningar sem veittar voru á hátíðinni er að finna í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Á meðfylgjandi mynd eru Guðrún Freysteinsdóttir og Húnn Snædal, amma og afi Baldvins Þórs, sem tóku við viðurkenningunni fyrir hans hönd og Sandra María Jessen.

Mynd/Akureyri.is