Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023
18.01.2024
Fimmtudaginn 11. janúar sl. var íþróttafólk Mosfellsbæjar heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði. Það voru Hafrún Rakel Halldórsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðablik, og Þorsteinn Leó Gunnarsson, handknattleiksmaður í Aftureldingu, sem valin voru Íþróttfólk ársins 2023.
Einnig voru eftirtaldir aðilar og lið heiðruð fyrir sín afrek á árinu 2023:
Afrekslið Mosfellsbæjar 2023: Meistaraflokkur karla í handbolta úr ungmennafélaginu Aftureldingu
Þjálfari ársins: Magnús Már Einarsson þjálfari meistaraflokks karla knattspyrna
Sjálfboðaliði ársins: Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar
ÍSÍ óskar Hafrúnu Rakel, Þorsteini Leó sem og öðrum til hamingju með viðurkenningarnar sínar.