Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ólympíusamhjálpin styrkir íþróttafólk vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana á Ítalíu 2026

02.01.2024

 

Fimmtudaginn 28. desember fór fram undirritun samninga vegna Ólympíusamhjálparinnar við Skíðasamband Íslands og íþróttafólk þeirra vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Mílanó og Cortina á Ítalíu 2026.  Um er að ræða mánaðarlega styrki, að upphæð 1250 USD til sex einstaklinga vegna kostnaðar við æfingar, keppnir og ferðalög. 

Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Vetrarólympíuleikanna í Mílanó og Cortina 2026 eru:  

Bjarni Þór Hauksson – keppandi í alpagreinum
Dagur Benediktsson – keppandi í skíðagöngu
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – keppandi í alpagreinum
Kristrún Guðnadóttir – keppandi í skíðagöngu 
Matthías Kristinsson – keppandi í alpagreinum
Vildís Edwinsdóttir – keppandi í snjóbrettum

Á mynd frá undirritun samninga eru Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Kristrún Guðnadóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Dagur Benediktsson og Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands.  


ÍSÍ óskar þessu glæsilega afreksíþróttafólki til hamingju með styrkina og góðs gengis í undirbúningi sínum fyrir leikana.

Myndir með frétt